fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Mörg þúsund manns fluttir frá heimilum sínum í Flórída – Fyrsti hitabeltisstormur tímabilsins er að skella á

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. maí 2018 04:48

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabeltisstormurinn Alberto styrktist í gær og hreyfðist í norðurátt yfir Mexíkóflóa og stefnir á Flórída í Bandaríkjunum. Mörg þúsund íbúar ríkisins hafa verið fluttir frá heimilum sínum en veðurfræðingar telja að mikil flóð muni fylgja storminum. Alberto mun skella á Flórída nú í morgunsárið að íslenskum tíma.

Alberto er fyrsti Atlantshafsstormurinn sem fær nafn á þessu ári. Vindhraði mælist nú um 105 km/klst. Reiknað er með að allt að 30 cm úrkoma fylgi Alberto og muni aðallega falla á svæðinu frá Mississippi til vesturhluta Georgíu. Veðurfræðingar telja hættu á að skýstrókar muni myndast í miðhluta og norðanverður Flórídaríki samhliða komu Alberto.

Síðasta fellibyljatímabil var erfitt í Bandaríkjunum og Karabískahafinu. Einna verst fóru Texas, Flórída og Púertó Ríkó út úr þeim. Tjónið var metið á marga milljarða dollara og margir létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari