fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Guðrún Kvaran: Í fjarbúð í 20 ár

Ekki hrifin af breytingum á Mannanafnanefnd – Spjallar daglega við eiginmanninn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. júlí 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og maðurinn minn hann Jakob höfum verið í fjarbúð í tvo áratugi. Hann var prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði við Háskólann í Vín en er nú kominn á eftirlaun. Hann er mjög eftirsóttur fyrirlesari víða um Evrópu enn þann dag í dag og því finnst honum þægilegra að búa úti.“

Þetta segir Guðrún Kvaran, sem er þjóðinni að góðu kunn bæði fyrir svör sín á Vísindavef Háskóla Íslands og fyrir framgöngu sína í málefnum Mannanafnanefndar. Guðrún segir frá fjarbúðinni, ferlinum og ástríðunni fyrir fjallgöngum í nýju viðtali á vefnum Lifðu núna.

Störf Mannanafnanefndar hafa verið umdeild í áranna rás, en Guðrún hefur setið tvö tímabil í nefndinni. Hún segir að sér hafi oft þótt pottur brotinn í störfum hennar, til að mynda hafi verið ætlast til sérmeðferða sumum til handa.

„Það eru margir sem hafa haft samband við nefndina í gegnum tíðina. Í langflestum tilfellum hafa þau samskipti verið ánægjuleg. Það var yfirleitt alltaf hægt að tala fólk til sem hringdi. Ég var tvö tímabil í Mannanafnanefnd og bæði skiptin sagði nefndin af sér. Í fyrra skiptið var ég formaður nefndarinnar og þá áttum við að gera eitthvað fyrir séra Jón sem var ekki hægt að gera fyrir Jón.“

Guðrún segir að þetta hafi leitt til deilna við þáverandi dómsmálaráðherra.

„Þáverandi dómsmálaráðherra kallaði mig á sinn fund vegna málsins. Ég sagði einfaldlega að eitt skyldi yfir alla ganga. Það fór eitthvað þvert í ráðherrann og nefndin sagði af sér síðdegis þennan sama dag. Svo var ég beðin um að koma aftur í nefndina nokkrum árum síðar. Ég féllst á það með því skilyrði að ég þyrfti ekki að vera formaður. Þá var kominn nýr dómsmálaráðherra. En það var það sama upp á teningnum, við áttum að gera eitthvað fyrir séra Jón sem var ekki í boði fyrir Jón. Nefndin sagði af sér. Síðan hefur verið aðeins meiri friður hjá nefndinni. Það er ekki jafn mikið um það að ráðherrar séu að skipta sér af störfum hennar en þetta er ekki auðvelt starf.“

Viðtalið má lesa í heild sinni á vefnum Lifðu núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Í gær

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“