fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Fleiri námsmenn hafa verið skotnir til bana í Bandaríkjunum á árinu en hermenn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. maí 2018 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru níu nemendur og einn kennari myrtir í menntaskóla í Santa Fe í Texas í Bandaríkjunum. Á miðvikudaginn kom lögreglumaður í veg fyrir fjöldamorð í skóla í Dixon í Illinois þegar hann skaut árásarmanninn. Í síðustu viku var skotárás gerð í skóla í Palmdale í Kaliforníu. Í apríl voru þrjár skotárásir til viðbótar í skólum, í mars voru þær fimm, í febrúar fimm og fjórar í janúar. Fæstar þeirra vöktu mikla athygli.

Þar sem af er ári hafa 31 misst lífið í skotárásum í bandarískum skólum. Flestir létust í árás í skóla í Parkland í Flórída í febrúar en þá voru 17 myrtir. Samkvæmt samantekt Washington Post þá hafa fleiri verið myrtir í bandarískum skólum það sem af er ári en hafa látið lífið við herþjónustu. Líklegast er þetta undantekningartilfelli því á sama tíma á síðasta ári var þessu öfugt farið og fallnir hermenn voru miklu fleiri.

Skotárásum í bandarískum skólum fer fjölgandi og virðast ekki ætla neinn endi að taka.

Umræðan um málin er erfið og við ramman reip að draga í að knýja fram breytingar á skotvopnalöggjöfinni því áhrif NRA, helstu samtaka skotvopnaeigenda, eru mikil og flestir þingmenn repúblikana eru á móti hertri löggjöf. Hugsanlega hefur það áhrif að NRA styrkir kosningasjóði þeirra yfirleitt rausnarlega. Það er því vandséð að nokkuð muni breytast á næstunni nema aldamótakynslóðinni takist að knýja fram breytingar en hún virðist vera með allt önnur viðhorf til skotvopnamálanna en þeir sem fara með pólitísk völd í landinu nú um stundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari