fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Voru búin að skipuleggja notalegt líf sem ellilífeyrisþegar – „Eins og að vera í skáldsögu, eins hræðilegt og það hljómar“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 07:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið sem ellilífeyrisþegar var rétt að hefjast hjá Lekander-hjónunum i Mantorp í Svíþjóð. Ann-Christine var nýbúin í hjáveituaðgerð og sjón eiginmanns hennar, Tor, var ekki eins slæm og áður. Þau ætluðu að taka því rólega til æviloka og njóta lífsins en þá kom Edvin Gyllensvvan, 23 ára, til sögunnar.

Vinir og ættingjar lýstu Tor sem nákvæmum og vönduðum manni. Hann hafði keypt sér sjálfvirka sláttuvél til að halda garðinum í toppstandi þar sem aldurinn var farinn að segja til sín og líkaminn réði ekki eins vel við garðsláttinn og áður. Hjónin höfðu undirbúið rólegt og þægilegt líf þessi síðustu æviár sín.

„Ég þekkti þau allt mitt líf. Það ömurlega er að þau voru tvær venjulegar manneskjur, ekkert frábrugðin öðrum. Það var engin ástæða fyrir að þetta gerðist. Ég trúi því varla enn að þetta hafi gerst.“

Hefur Expressen eftir ættingja þeirra hjóna en hann bjó einnig í námunda við þau.

„Eins og að vera í skáldsögu, eins hræðilegt og það hljómar“

Sagði hann.

Fundust látin

Þann 12. júní á síðasta ári fundust Tor og Ann-Christeine Lekander myrt á heimili sínu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að þau höfðu verið bundin föst í eldhússtóla daginn áður. Þann sama dag höfðu 15.000 krónur verið teknar út af greiðslukorti þeirra í hraðbanka.

Áður en morðinginn yfirgaf húsið límdi hann yfir munn og nef hjónanna þannig að þau gátu ekki andað. Síðan skar hann þau á háls. Áður hafði hann fengið þau til að segja hver pinnúmerin á greiðslukortum þeirra voru. Hann var með límband, hníf og loftbyssu meðferðis.

Umfangsmikil lögreglurannsókn hófst strax á morðunum en í upphafi hafði lögreglan ekki á miklu að byggja. Þó fundust skóför í húsinu og DNA-sýni.

Í þrjá mánuði leit út fyrir að lögreglunni tækist ekki að upplýsa morðin og hafa hendur í hári morðingjans. Að lokum leiddi rannsóknin lögregluna til Edvin Gyllensvaan, 24 ára fjölskylduföður, en það voru DNA-sýnin sem komu lögreglunni á slóð hans. Á fatnaði Gyllensvaan fundust DNA-sýni sem passa við það sem fannst í húsinu.

Gyllensvaan neitar að hafa myrt hjónin en hann játaði fyrir dómi að hafa bundið þau og keflað sem og að hafa tekið peninga út á greiðslukort þeirra.

Geðrannsókn leiddi í ljós að hann hafi ekki þjáðst af alvarlegum geðsjúkdómi þegar morðin voru framin eða eftir það segir í umfjöllun Sænska ríkisútvarpsins. Hann var því metinn sakhæfur. Saksóknari krafðist ævilangs fangelsis yfir honum og á það féllst dómurinn. Hann var því dæmdur í ævilangt fangelsi.

Það hefur vakið athygli í þessu skelfilega máli að engin tengsl voru á milli Gyllensvaan og Lekander-hjónanna. Þau virðast því hafa orðið fórnarlömb fyrir algjöra tilviljun.

Rannsókn málsins var mjög umfangsmikil en 1.219 yfirheyrslur fóru fram og rúmlega 100 tæknirannsóknir voru framkvæmdar.

Gyllensvaan hefur áfrýjað dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi