fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Hilmar Leifsson og Benni Ólsari grófu stríðsöxina

Benni Ólsari biður Hilmar Leifsson opinberlega afsökunar – „Ég tók í þessa útréttu hönd“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 29. júlí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Góða kvöldið, Benjamín Þór hérna. Mig langar að tjá mig um mál sem hefur brunnið sterkt i brjósti mér síðastliðna mánuði. En það varðar samband mitt og Hilmars Leifssonar.“ Með þessum orðum hefst einlæg Facebook-færsla Benjamíns Þórs, betur þekktum sem Benni Ólsari, sem birtist nýlega á samfélagsmiðlinum.

Eins og DV hefur fjallað um þá hafa harðvítugar deilur geisað undanfarin ár milli Hilmars og hóps sem Benjamín tilheyrði. Meðal annars urðu Hilmar og Benjamín Þór báðir fórnarlömb líkamsárása sem rekja má til ósættisins.

Biðst opinberlega afsökunar

En nú kveður við annan tón og Benjamín vildi setja endapunktinn við deilurnar. Hann heimsótti því Hilmar á heimili þess síðarnefnda ásamt lögmanni og rétti honum sáttarhönd. „Ég og Hilmar vorum góðir vinir í mörg ár en ég missteig mig í samskiptum við hann fyrir allnokkru síðan. Ég vil því biðjast afsökunar opinberlega á ljótum orðum sem ég hef sagt í garð hans og fjölskyldu hans og ónæði sem ég hef valdið þeim. Ég hef farið á fund með Hilmari og fjölskyldu hans ásamt Jóni Egilssyni hæstaréttarlögmanni til þess að útkljá þessi mál. Ég vona að þið takið þessari afsökunarbeiðni, kæra fjölskylda“ segir Benjamín Þór í færslunni.

Ég og Hilmar vorum góðir vinir í mörg ár en ég missteig mig í samskiptum við hann fyrir allnokkru síðan.

Ímyndað leikrit

„Ég er búinn að slíðra sverðin gagnvart honum og fyrirgefa honum. Ég tók í þessa útréttu hönd því að afsökunarbeiðnin var einlæg og það lá greinilega iðrun að baki henni. Hann vildi bæta líf sitt,“ segir Hilmar Leifsson í samtali við DV. Hann segir að hinn meinti ófriður hafi verið blásinn upp sem eitthvert stríð en það hafi verið fjarri sannleikanum. „Þetta var fyrst og fremst óþarfi og í raun kjánalegt. Það var þöngulhaus sem vildi hrifsa einhverja ímyndaða kórónu í einhverju leikriti sem ég var ekki þátttakandi í,“ segir Hilmar. Um var að ræða vin Benjamíns sem gerði það að verkum að hann flæktist inn í deilurnar. Hilmar kveðst því ekki hafa verið í neinu stríði en að ástandið hafi á köflum verið hvimleitt þar sem ung börn eru á heimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða