fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Sá fyrir sér Ólöfu Nordal sem framtíðarformann og forsætisráðherra

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Nordal heitin.

Í þessu starfi Alþingismanns og ráðherra þá eignast maður marga kunningja en maður eignast ekki marga vini. Við Ólöf urðum fljótt mjög góðir vinir og ég fékk því að njóta töluverðra samvista við hana og fékk að kynnast fjölskyldu hennar líka, hún á frábæra fjölskyldu. Maðurinn hennar og börnin eru alveg yndislegt fólk. Maður er auðvitað bara virkilega sleginn yfir þessu því hún hafði svo margt til brunns að bera, ekki bara frábær stjórnmálamaður heldur frábært persóna. Þetta er bara svo rangt.

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins í þættinum Eyjunni á ÍNN í gær um þau hörmulegu tíðindi sem bárust fyrr í vikunni að Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins væri látin eftir langa baráttu við erfið veikindi. Sigmundur Davíð starfaði með henni í stjórnarandstöðu frá 2009 til 2013 og svo í ríkisstjórn frá 2014 til 2016.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Hann segist hafa séð eftir Ólöfu úr stjórnmálunum þegar hún gaf ekki kost á sér í kosningunum 2013 en varð feginn þegar hún sneri aftur sem utanþingsráðherra í desember 2014.

Ég sá hana alltaf fyrir mér sem framtíðarformann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, með tíð og tíma. Hún hefði örugglega gert það með glæsibrag,

segir Sigmundur Davíð. Naut hann þess mjög að starfa með henni ríkisstjórn:

Hún var einstaklega fær ráðherra, vel að sér. Hún þorði líka að hafa skoðun, sem að mætti vera algengara í pólitíkinni. Hennar verður sárt saknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist