fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Eyjan

Sá fyrir sér Ólöfu Nordal sem framtíðarformann og forsætisráðherra

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Nordal heitin.

Í þessu starfi Alþingismanns og ráðherra þá eignast maður marga kunningja en maður eignast ekki marga vini. Við Ólöf urðum fljótt mjög góðir vinir og ég fékk því að njóta töluverðra samvista við hana og fékk að kynnast fjölskyldu hennar líka, hún á frábæra fjölskyldu. Maðurinn hennar og börnin eru alveg yndislegt fólk. Maður er auðvitað bara virkilega sleginn yfir þessu því hún hafði svo margt til brunns að bera, ekki bara frábær stjórnmálamaður heldur frábært persóna. Þetta er bara svo rangt.

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins í þættinum Eyjunni á ÍNN í gær um þau hörmulegu tíðindi sem bárust fyrr í vikunni að Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins væri látin eftir langa baráttu við erfið veikindi. Sigmundur Davíð starfaði með henni í stjórnarandstöðu frá 2009 til 2013 og svo í ríkisstjórn frá 2014 til 2016.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Hann segist hafa séð eftir Ólöfu úr stjórnmálunum þegar hún gaf ekki kost á sér í kosningunum 2013 en varð feginn þegar hún sneri aftur sem utanþingsráðherra í desember 2014.

Ég sá hana alltaf fyrir mér sem framtíðarformann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, með tíð og tíma. Hún hefði örugglega gert það með glæsibrag,

segir Sigmundur Davíð. Naut hann þess mjög að starfa með henni ríkisstjórn:

Hún var einstaklega fær ráðherra, vel að sér. Hún þorði líka að hafa skoðun, sem að mætti vera algengara í pólitíkinni. Hennar verður sárt saknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Lést í Bláa lóninu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn