fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025

Hildur gefur út nýtt lag: „Næsta Sumar“ – Samdi aðal laglínuna á rauðu ljósi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. september 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Kristín var að gefa út nýtt lag, „Næsta Sumar.“ Hildur samdi lagið og textann með strákunum í StopWaitGo en þetta er í fyrsta skipti sem þau vinna saman. Bleikt spjallaði aðeins við Hildi til að forvitnast um nýja lagið og hvað sé fram undan hjá þessari mögnuðu söngkonu.

Um hvað fjallar lagið?

„Lagið er beinlínis um svona skemmtilegt sumardjamm sem maður á og vill ekki að hætti. Þegar maður er í svo geggjuðu stuði að maður vill halda því áfram, bara fram á næsta sumar. Það er mikið „feel good“ stemning í þessu og ég vona að sú stemmning geti haldið áfram þótt sumarið sé búið.“

Hvaðan sóttirðu innblástur fyrir laginu?

„Mig hefur alltaf langað að búa til svona stuð-sumarlag og var búin að vera með það í kollinum í svolítinn tíma að reyna að gera það. Svo þegar ég fór að semja lagið var ég innblásin af því hvað Íslendingar er mikil sumarþjóð, við gjörsamlega elskum sumarið og allt á að vera mest og best á sumrin. Mig langaði að reyna að ná þessari stemmningu í lag. Aðallaglínuna samdi ég bara í bílnum samt á rauðu ljósi, það er oftast frekar fyndið hvernig góðar laglínur koma bara á mjög random stöðum þegar maður er ekki að reyna.“

Á að gera tónlistarmyndband við lagið?

„Nei ég ætla að láta textamyndbandið duga. Ég er rosalega ánægð með útkomuna á því, það var vinkona mín hún Andrea Björk Andrésdóttir sem gerði það. Þetta er þriðja myndbandið sem ég vinn með henni og ég er alltaf jafn ánægð með útkomuna. Textamyndbandið fangar líka svo vel stemmninguna í laginu!“

Hvað er fram undan hjá þér í haust/vetur?

„Næst á dagskrá er að fara til Þýskalands í september í svona lagasmíðabúðir þar sem ég er að vinna með öðrum lagahöfundum að því að semja ný lög fyrir aðra listamenn. Það er ótrúlega gaman, ég fór í tvær aðrar slíkar búðir í sumar og mörg frábær lög komu út úr því. Það er mjög skemmtilegur hliðarferill að semja fyrir aðra listamenn líka, þá getur maður notað hugmyndir sem passa kannski ekki alveg við sinn eigin stíl en eru frábærar fyrir aðra listamenn. Svo er ég bara að spila fullt, næst er það Októberfest og svo fullt af giggum hér og þar!“

Hlustaðu á nýja lagið hennar hér fyrir neðan og komdu þér í stuð!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.