Pierre-Emerick Aubameyang er að ganga til liðs við Arsenal en reikna má með því að skiptin klárist áður en glugginn lokar í kvöld.
Félagaskiptin hafa legið ansi lengi í loftinu en hann kemur til félagsins frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Kaupverðið er í kringum 55 milljónir punda og skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.
Framherjinn er mættur í lænisskoðun hjá Arsenal en það er SKy Sports sem greini frá þessu.
Það má því reikna með því að skiptin klárist fyrir klukkan 11 í kvöld þegar glugginn lokar.