Arsenal vonast eftir því að Pierre-Emerick Aubameyang skrifi undir hjá félaginu áður en glugginn lokar á morgun.
Samkomulag er í höfn milli Dortmund og Arsenal en með fyrirvara um að Dortmund kræki í framherja.
Það virðist vera að ganga upp því Aubameyang sást á flugvellinum í Dortmund í dag.
Nokkrum klukkustundum síðar sást hann keyra inn á æfingasvæði Arsenal.
,,Við vitum meira um þetta í fyrramálið,“ sagði Arsene Wenger eftir 3-1 tap gegn Swansea í kvöld.
Arsene Wenger to @SkySports on Pierre-Emerick Aubameyang: “We will know about that tomorrow morning.” #AFC #SSN
— Bryan Swanson (@skysports_bryan) January 30, 2018