Sevilla hefur krækt í Sandro Ramirez framherja Everton á láni út tímabilið.
Everton greinir frá þessu en Sandro fer í læknisskoðun á morgun.
Framherjinn kom til Everton í sumar en fljótt sást að það samstarf myndi ekki ganga.
Sevilla vildi fá Daniel Sturridge á láni frá Liverpool en hann fór til WBA.
Þá snéri liðið sér að Sandro og hefur nú náð samkomulagi við Everton um málið.
🔵 | Sandro Ramirez is to join Sevilla on loan until the end of the season, subject to a medical.https://t.co/nkIyX53xZK pic.twitter.com/NU3GzjsYXL
— Everton (@Everton) January 30, 2018