Pep Guardiola stjóri Manchester City er sagður vilja fá kantmann til félagsins áður en félagaskiptaglugignn lokar.
Leroy Sane var tæklaður um helgina og meiddist á ökkla. Hann verður frá í sex til sjö vikur vegna þess.
Mikilvægir tímar eru á næsta leyti en City er á toppi deildarinnar og komið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar.
City missti af Alexis Sanchez til Manchester United og sagði Guardiola það vera vegna fjármuna.
City keypti svo Aymeric Laporte í dag og nú segja ensk blöð að Guardiola vilji Riyad Mahrez til félagsins.
BBC og Sky Sports segja frá því núna að Mahrez hafi farið fram á sölu til að reyna að komast til City.
Mahrez has handed transfer request in amid interest from Man City.
— Simon Stone (@sistoney67) January 30, 2018