Manchester City hefur staðefst kaup sín á Aymeric Laporte varnarmanni Athletic Bilbao.
City borgar Bilbao 57 milljónir punda fyrir þennan franska varnarmann.
Pep Guardiola hefur lengi haft augastað á Laporte og hefur nú ákveðið að kaupa hann. Varnarmaðurinn er 23 ára gamall en hann hefur verið hjá Bilbao í átta ár eða frá 15 ára aldri.
Laporte mun klæðast treyju númer 14 og gerir samning til 2023. Sara Botello kærasta Laporte var með í för.
Þau tóku mynd af sér að kyssast á Ethiad vellinum sem Botello birti á Instagram.