Pep Guardiola stjóri Manchester City er sagður vilja fá kantmann til félagsins áður en félagaskiptaglugignn lokar.
Leroy Sane var tæklaður um helgina og meiddist á ökkla. Hann verður frá í sex til sjö vikur vegna þess.
Mikilvægir tímar eru á næsta leyti en City er á toppi deildarinnar og komið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar.
City missti af Alexis Sanchez til Manchester United og sagði Guardiola það vera vegna fjármuna.
City keypti svo Aymeric Laporte í dag og nú segja ensk blöð að Guardiola vilji Riyad Mahrez til félagsins.
Mahrez vill fara frá Leicester en ljóst er að City þyrfti að borga hressilega upphæð til að fá hann áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.