Manchester City hefur staðefst kaup sín á Aymeric Laporte varnarmanni Athletic Bilbao.
City borgar Bilbao 57 milljónir punda fyrir þennan franska varnarmann.
Pep Guardiola hefur lengi haft augastað á Laporte og hefur nú ákveðið að kaupa hann.
Varnarmaðurinn er 23 ára gamall en hann hefur verið hjá Bilbao í átta ár eða frá 15 ára aldri.
Laporte mun klæðast treyju númer 14 og gerir samning til 2023.
Defensive reinforcements acquired! 💪🇫🇷
Please #welcomeaymeric to the Club! pic.twitter.com/cDu4FWOKlb
— Manchester City (@ManCity) January 30, 2018