David Beckham fyrrum kantmaður Manchester United trúir því varla að Manchester United hafi tekist að fá Alexis Sanchez.
Sanchez gekk í raðir United fyrir rúmri viku frá Arsenal í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.
Beckham þekkir það að leika í treyju númer 7 hjá United líkt og Sanchez gerir núna.
,,Ég trúi því ekki að þetta hafi gerst,“ sagði Beckham.
,,Þegar leikmaður er hluti af svona stóru félagi eins og Arsenal og fer síðan nokkra klukkutíma upp Norður í stærsta félagið, það er magnað að sjá.“