West Brom hefur staðfest komu Daniel Sturridge til félagsins á láni frá Liverpool.
Framherjinn hefur ekki fengið mörg tækifæri með Liverpool síðustu vikur.
Sturridge hefur verið í fimm ár hjá Liverpool en glímt við talsvert af meiðslum.
West Brom vann sigur á Liverpool um helgina í enska bikarnum en lærisveinar Alan Pardew unnu 1-2 sigur á Anfield.
Grzegorz Krychowiak leikmaður West Brom bauð Sturridge velkominn til félagsins í gær.
,,Ef þú getur ekki unnið þá, gakktu til liðs við þá,“ skrifaði Krychowiak.
http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2018/01/30/08/48B8E2C200000578-5326947-image-m-3_1517302351281.jpg