fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433

Herði kippt af velli í hálfleik eftir slæm mistök í tapi gegn City

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Björgvin Magnússon átti erfiðan dag á skrifstofunni þegar Manchester City heimsótti Bristol City í seinni leiknum í undanúrslitum enska bikarsins.

Eftir 2-1 tap á útivelli voru lærisveinar Lee Johnson brattir fyrir heimsókn besta lið Englands.

Allt var á góðu róli þangað til á 43 mínútu leiksins þegar leikmenn Bristol City voru í vandræðum með að koma boltanum frá.

Boltinn barst svo til Harðar í teig Bristol City og í stað þess að hreinsa boltanum í burtu reyndi hann að halda Bernardo Silva frá sér. Það mistókst og Bernando komst í boltann og setti hann á Leroy Sane sem skoraði. Slæm mistök Harðar.

Lee Johnson var óhress með Hörð og kippti honum af velli í hálfleik en City komst svo í 0-2 með marki frá Kun Aguero og einvígið svo gott sem búið

Bristol lagaði stöðuna með marki frá Marlon Pack og í uppbótartíma skoraði Aden Flint og jafnaði leikinn.

Bristol hafði mínútu til að sækja til sigurs en það nýtti City sér og Kevin de Bruyne tryggði 2-3 sigur og 5-3 sigur samanlagt.

Bristol er því úr leik eftir frábæra keppni en Pep Guardiola er kominn með sína drengi á Wembley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl