

Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United hefur ekki miklar mætur á Ashley Young sem varnarmanni.
Young hefur stærstan hluta tímabilsins leikið sem vinstri bakvörður hjá United.
Keane segir að það boði ekki gott en Luke Shaw hefur spilað talsvert undanfarið.
,,Þeir hafa ekki lagað vandræðin í vörn sinni sem hefur verið síðustu ár og það mun halda áfram,“ sagði Keane.
,,Miðverðirnir verða að vera miklu betri, ég hef alltaf haldið því fram að með Ashley Young í fjögurra manna vörn þá verður þú í vandræðum.“