

Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United gagnrýnir Paul Pogba miðjumann félagsins í dag.
Pogba er sagður óhress með leikaðferð Jose Mourinho og vill að liðið byrji að nota þriggja manna miðju.
United spilar oftar en ekki með tveggja manna miðju og þrjá sóknarsinnaða menn svo fyrir framan.
Pogba er sagður vilja þriggja manna miðju til að geta nýtt hæfileika sina framm völlinn betur.
,,Ef þú ætlar að vera miðjumaður, þú átt að geta spilað í bæði tveggja og þriggja manna miðju,“ sagði Keane.
,,Pogba verður að gera betur sjálfur, hann verður að einbeita sér að því hvað fótboltinn snýst um.“