

Manchester United stendur nú frammi fyrir málsókn vegna ásakana um kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi gegn barni á áttunda áratug síðustu aldar.
Málið tengist Billy Watts, fyrrverandi starfsmanni félagsins sem gegndi ýmsum störfum, meðal annars sem húsvörður, búningavörður og garðyrkjumaður. Watts lést árið 2009.
Í síðustu viku var lögð fram skaðabótakrafa hjá Hæstarétti Bretlands þar sem félagið er sakað um að hafa brugðist skyldum sínum og ekki varið meintan þolandann meðan hann var í þeirra umsjá sem barn.
Í gögnum málsins kemur fram að lögmenn stefnanda telji United ekki hafa sýnt vilja til sátta utan dómsals.
Lögmannsstofan Simpson Millar LLP heldur því fram að Watts hafi beitt skjólstæðing þeirra bæði kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi á sínum tíma.
Ekki var gefið upp hvort meintur þolandi hafi verið unglingalandsliðs eða akademíuleikmaður hjá félaginu.
Watts starfaði árum saman við The Cliff æfingasvæðið í Salford og er talið að hann hafi verið á fimmtugsaldri þegar atvikin áttu sér stað.
Árið 2016 komu fram nokkrar ásakanir á hendur honum, þar á meðal frá fyrrum unglingaliðsmönnum sem lýstu honum sem útrásarperra, samkvæmt rannsóknarskýrslu þess tíma.