fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United stendur nú frammi fyrir málsókn vegna ásakana um kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi gegn barni á áttunda áratug síðustu aldar.

Málið tengist Billy Watts, fyrrverandi starfsmanni félagsins sem gegndi ýmsum störfum, meðal annars sem húsvörður, búningavörður og garðyrkjumaður. Watts lést árið 2009.

Í síðustu viku var lögð fram skaðabótakrafa hjá Hæstarétti Bretlands þar sem félagið er sakað um að hafa brugðist skyldum sínum og ekki varið meintan þolandann meðan hann var í þeirra umsjá sem barn.

Í gögnum málsins kemur fram að lögmenn stefnanda telji United ekki hafa sýnt vilja til sátta utan dómsals.

Lögmannsstofan Simpson Millar LLP heldur því fram að Watts hafi beitt skjólstæðing þeirra bæði kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi á sínum tíma.

Ekki var gefið upp hvort meintur þolandi hafi verið unglingalandsliðs eða akademíuleikmaður hjá félaginu.

Watts starfaði árum saman við The Cliff æfingasvæðið í Salford og er talið að hann hafi verið á fimmtugsaldri þegar atvikin áttu sér stað.

Árið 2016 komu fram nokkrar ásakanir á hendur honum, þar á meðal frá fyrrum unglingaliðsmönnum sem lýstu honum sem útrásarperra, samkvæmt rannsóknarskýrslu þess tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Í gær

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Í gær

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“