

Fyrrum stjarna Chelsea, Jimmy Floyd Hasselbaink, segir að Manchester United hafi ekki sýnt neinar raunverulegar framfarir undir stjórn Ruben Amorim þrátt fyrir góð úrslit síðustu vikur.
Amorim var ráðinn knattspyrnustjóri United 1. nóvember í fyrra og stýrði sínum fyrsta leik 10 dögum síðar, 1-1 jafntefli gegn Ipswich.
Upphafið var erfitt og endaði Amorim tímabilið með biðjast afsökunar eftir 15. sæti í deildinni, sem er versta frammistaða félagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Liðið tapaði einnig úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham og missti þar með af Meistaradeildarsæti. United er því ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili.
Í ágúst féll liðið svo óvænt úr deildarbikarnum gegn Grimsby, sem jók enn á gagnrýnina á Amorim.
Síðustu vikur hafa þó verið jákvæðari. United er án taps í síðustu fimm deildarleikjum, þar á meðal 2-1 útisigur á Liverpool á Anfield og dramatískt jafntefli gegn Tottenham um helgina.
Hasselbaink, sem hefur þjálfað Burton, Northampton og QPR, telur þó að framfarirnar séu lítil sem engin.
„Ég sé engar bætingar, fyrirgefðu,” sagði hann.
„Hvar hafa þeir bætt sig? Þeir skora ekki meira, fá ekki færri mörk á sig og hafa ekki unnið neitt.
„
Já, þeir komust í úrslit í Evrópu en töpuðu fyrir slöku Tottenham-liði. Amorim á enn mikið verk fyrir höndum.”