

Erling Braut Haaland skoraði sitt 99. mark í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Hann hefði getað farið í þriggja stafa töluna en klikkaði á víti.
Manchester City vann Liverpool 3-0 og skoraði norski framherjinn fyrsta mark leiksins. Það var eftir að hann hafði klikkað á víti.
Þrátt fyrir að hafa skorað og unnið var Haaland svekktur með að hafa ekki nýtt vítið og komið sér í 100 mörk í leiknum. Hjörvar Hafliðason vekur athygli á þessu í Dr. Football, en hann var að störfum fyrir Sýn á leiknum.
„Ég væri kominn með 100 ef ég hefði skorað úr þessu helvítis víti,“ heyrði Hjörvar Haaland segja við Norðamanninn Jan Age Fjortoft eftir leik.