fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Pressan
Fimmtudaginn 30. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðug hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna til að hjálpa þeim með nýfædda dóttur sína. Draumurinn átti þó eftir að breytast í martröð þegar barnapían neitaði að yfirgefa lúxushúsnæði þeirra í New York eftir að til ósættis kom.

The Cut fjallar um málið.

Barbara Molnar virtist vera nákvæmlega það sem hjónin Jamie Carano og Philip Nordenström voru að leita að. Þau höfðu auglýst eftir barnapíu sumarið 2024 og Molnar var álitlegasti umsækjandinn. Sjálf var Molnar fjögurra barna móðir og átti auk þess tvö barnabörn. Hún elskaði börn og hjónin voru að leita að einhverjum sem hefði mikla reynslu af börnum. Molnar kunni að baka sérstakar kökur til að hjálpa börnum með tannatöku og var tilbúin að lesa bækur á þýsku fyrir dóttur hjónanna. Molnar fékk því starfið og var falið að hugsa um nýfædda dóttur hjónanna, til að byrja með, í 18 klukkustundir á viku fyrir 25 dali á tímann, eða um 3.100 kr.

Flutti inn og lét fara aðeins of vel um sig

Hjónin sögðu í auglýsingu sinni að þau væru að leita að barnapíu í fullt starf og að fríðindi í starfi væru búseta í gestahúsi þeirra. Þetta átti þó ekki við um Molnar sem var ráðin í hlutastarf. Molnar óskaði engu að síður eftir að fá að flytja inn í gestahúsið og ákváðu Nordenström hjónin að láta það eftir henni. Þau ákváðu að rukka hana ekki um leigu svo hún fengi ekki réttindi sem leigjandi.

Það leið þó ekki á löngu áður en allt varð vitlaust. Molnar fylgdi engum reglum sem hjónin höfðu sett. Henni var til dæmis sagt að hún mætti ekki hafa gæludýr í gestahúsinu en hún flutti engu að síður inn með labradorinn sinn. Hún fékk svo leyfi fyrir því að fá yngsta son sinn í heimsókn yfir jólin, en hann var enn í gestahúsinu um miðjan janúar. Molnar neitaði að ganga frá eftir sig í sameiginlegum rýmum og hreinsaði ekki upp hundaskít í garðinum.

Hjónin reyndu enn að halda friðinn. Staðan versnaði þó til muna í sumar eftir að hjónin komu heim úr ferðalagi til heimalands Philips, Svíþjóðar, og gengu beint inn í unglingapartý. Þau leystu teitið upp og fóru í háttinn en vöknuðu við læti í Molnar sem var brjáluð yfir því að hjónin hefðu niðurlægt son hennar fyrir framan vini hans.

„Aðstæðurnar voru í heild stórfurðulegar. Við vissum ekki okkar rjúkandi ráð,“ sagði Jamie í samtali við the Cut. Þarna ákváðu þau að reka barnapíuna, en gáfu henni þó smá svigrúm til að finna sér nýjan samastað áður en þau myndu henda henni út úr gestahúsinu.

Allt þakið hlandi

Molnar tilkynnti þeim þá að hún áskildi sér allan rétt sem leigjandi. Þetta væri núna hennar heimildi og hjónin þyrftu að fylgja leigjendalögum.

„Við vissum þá að hún hafði sótt um hjá okkur bara til að fá aðgang að heimili okkar,“ sagði Jamie og tók fram að hjónin hafi loks ákveðið að kanna forsögu barnapíunnar betur. Molnar var ekki á sakaskrá en hafði þó lent í deilum við leigusala árið 2021. Þar stakk hún af frá rúmlega 3 milljón króna leiguskuld.

Hjónin leituðu til lögmanns sem staðfesti að þar sem Molnar hafði ekki greitt leigu væri hún ekki leigjandi heldur hafði aðeins haft afnotarétt af gestahúsinu samhliða störfum sínum fyrir hjónin. Hún nyti því ekki leigjendaréttar. Lögmaðurinn sendi Molnar bréf þar sem hann gaf henni 10 daga frest til að rýma hestahúsið. Molnar lét sér þó fátt um finnast.

Aðstæðurnar urðu sífellt verri og þurfti meðal annars að kalla til lögreglu og dýraverndar. Hjónin reyndu þá að stefna Molnar fyrir dóm þar sem þau héldu því fram að hún væri atvinnuloddari með sögu um að hengja sig utan á ríkt fólk til að gerast hústökukona á heimilum þeirra. Dómari skipaði Molnar að rýma gestahúsið og úrskurðaði hana í nálgunarbann gegn hjónunum.

Þegar barnapían lét sig loksins hverfa beið hjónanna nýr hryllingur. Gestahúsið var í rúst. Allt angaði af hlandi og segist Jamie sannfærð um að það sé ekki bara vegna hundsins. Dýnur, rúmföt og annað voru á floti.

Molnar ræddi líka við The Cut og neitaði sök. Hún hefur stefnt hjónunum fyrir ólögmæta uppsögn en segir í samtali við The Cut að hún hafi á árum áður starfað sem eftirsótt fyrirsæta áður en hún giftist efnuðum manni. Þau eignuðust saman þrjú börn og ráku saman pitsastað. Eftir að þau skildu tók hún saman við franskan vínerfingja og átti yngsta son sinn með honum. Hún sé nú að stefna Frakkanum fyrir dóm og krefst rúmlega 600 milljóna í meðlag. Nordenström hjónin hafa lagt fram gagnstefnu og saka Molnar um að vera veika á geði. Dómari virðist ekki vita hvor sé verri, Molnar eða hjóninn og hefur úrskurðað bæði í nálgunarbann gegn hinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum