fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Pressan
Fimmtudaginn 30. október 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í bænum Converse í Texas handtóku um helgina hinn 23 ára gamla Shiateek Wilson vegna gruns um morð. Hann skaut elskhuga fyrrverandi kærustu sinnar til bana á heimili hennar aðfaranótt sunnudags.

Málið þykir allt hið undarlegasta því Wilson segist hafa farið heim til fyrrverandi kærustu sinnar með blóm í þeim tilgangi að koma henni á óvart – og væntanlega vinna hjarta hennar aftur. Hún var aftur á móti ekki heima þegar hann kom og brá hann því á það ráð að bíða eftir henni á heimili hennar.

Þegar hann varð var við mannaferðir fyrir utan fór hann inn í skáp dóttur hennar og faldi sig þar.

Fyrrverandi kærastan segir að hún og elskhugi hennar hafi ætlað í sturtu saman og á meðan hún beið eftir hann kæmi í sturtuna heyrði hún skothvelli. Þegar lögreglu bar að garði mætti henni blóðugur vettvangur og lík hins 35 ára gamla Noel Denzel Miller sem hafði verið skotinn nokkrum sinnum.

Wilson var handtekinn síðar þennan sama dag og er hann vistaður í fangaklefa. Óvíst er hvort og þá hvaða samskipti þeir Wilson og Miller höfðu áður en harmleikurinn átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi