fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Pressan
Miðvikudaginn 29. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reisa viðhafnarsal við Hvíta húsið. Framkvæmdin þykir umdeild, einkum eftir að Trump lét rífa frægan austurvæng Hvíta hússins. Nú hefur þó komið babb í bátinn því Trump er búinn að reka alla úr nefnd sem sér um að veita fagurfræðilegar umsagnir um byggingaráform stjórnvalda.

Nefndarmenn voru sjö talsins, en ættu með réttu að vera átta. Þeir eru skipaðir af forseta til fjögurra ára. Um sjálfboðavinnu er að ræða. Það var forveri Trump sem skipaði nefndarmennina og því er talið líklegt að umsögn nefndarinnar hefði verið neikvæð. Framkvæmdin er mjög umdeild og hafa til dæmis samtökin National Trust for Historic Preservation beðið forsetann um að bíða með að rífa hinn sögulega austurvæng þar til áform um viðhafnarsalinn ljúki viðeigandi ferli.

Ljóst er að eitthvað þarf að endurskoða teikningar viðhafnarsalarins en Daily Beast greindi frá því um helgina að módel sem forsetinn hefur látið smíða sé meingallað. Þar megi finna stiga sem leiði beint að vegg, glugga sem virðast opnast á hvern annan og fleira.

Einnig hefur framganga Trump verið gagnrýnd. Hann sé að koma fram við Hvíta húsið eins og sína eign frekar en eign embættisins. Hér hafi sögulegur austurvængurinn fengið að fjúka fyrir duttlunga forsetans. Eins hafi allt formlegt ferli framkvæmda sem þessa verið sniðgengið með öllu.

Hönnunin hefur verið gagnrýnd fyrir of mikinn íburð og forsetinn sakaður um mikilmennskubrjálæði. Viðhafnarsalurinn mun verða stærri en sjálft Hvíta húsið og því mjög áberandi. Eftir breytinguna muni Hvíta húsið minna frekar á höll heldur en á það sem því var upphaflega ætlað að vera – tákn lýðræðis.

Mörgum var brugðið þegar í ljós kom að austurvængurinn væri horfinn enda hafði forsetinn til að byrja með látið eins og aðeins þyrfti að fella fáeina veggi til að rýma til fyrir framkvæmdunum. Af drónamyndum sem hafa verið teknar undanfarið má þó greinilega sjá að austurvængurinn er horfinn með öllu. Trump mun nú hafa meinað verktökum og öðrum að taka myndir af framkvæmdunum.

Þetta er ekki eina framkvæmdin sem er framundan hjá forsetanum en hann hefur eins boðað sigurboga sem á að reisa við Arlington-brúnna. Sigurboginn verður í áþekkum stíl og evrópskir sigurbogar sem má til dæmis finna í París, Róm, London og Búkarest. Þetta verður ekki eini sigurbogi Bandaríkjanna en slíkan er til dæmis að finna í New York til minningar um sigurinn gegn suðurríkjum Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi