
Óvíst er hvað er á seyði en hundarnir eru fjörugir og virðast vera við ágæta heilsu.
Í frétt New York Post er bent á að hundarnir séu afkomendur gæludýra sem voru skilin eftir þegar íbúar voru fluttir burt eftir kjarnorkuslysið fyrir nærri fjörutíu árum.
Þeir hafa komið sér ágætlega fyrir á svæðinu og lifa þokkalegu lífi, en þó undir eftirliti frá samtökunum Dogs of Chernobyl sem hugsa um velferð þeirra. Samtökin eru hluti af góðgerðasamtökunum Clean Futures Fund.
„Við erum hér á vettvangi að fanga hunda til geldingar og rákumst á þrjá sem voru albláir,“ sögðu samtökin í færslu á Instagram sem hefur vakið talsverða athygli. „Við vitum ekki enn hvað veldur þessu,“ sagði talsmaður samtakanna.
Þeir sem hugsað hafa um hundana segja að feldur þeirra hafi verið eðlilegur fyrir nokkrum dögum síðan.
„Við þekkjum ekki ástæðuna, en erum að reyna að ná hundunum til að komast að því hvað er að gerast,“ bætti talsmaðurinn við. „Líklegast hafa þeir komist í einhvers konar efni.“
Þrátt fyrir dularfulla litabreytinguna virðast hundarnir „mjög hressir og heilbrigðir,“ að sögn samtakanna.
Samtökin Dogs of Chernobyl voru stofnuð árið 2017 og veita á hverju ári læknisaðstoð og fæðu fyrir um það bil 700 hunda sem hafast við á 47 ferkílómetra friðlýstu svæði í kringum Chernobyl-kjarnorkuverið.
View this post on Instagram