fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fókus

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 23. október 2025 19:30

Barneignir eru ekki fyrir alla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fæðingartíðni hefur lækkað mjög hérna á Íslandi á undanförnum árum, eins og víðar í hinum vestræna heimi, austur Evrópu og Austur Asíu.

Árið 2009 átti hver kona að meðaltali 2,22 lifandi börn yfir ævina samkvæmt tölum Hagstofunnar en í fyrra var tíðnin komin niður í 1,56. Ýmsu hefur verið „kennt um“, svo sem að fólk byrji seinna að eignast börn, vaxandi ófrjósemi, að fjárhagslegar og félagslegar aðstæður til barneigna séu ekki góðar eða að viðhorf til foreldrahlutverksins hafi breyst.

En hvað segja Íslendingar sem eignast ekki börn? Hvers vegna ekki? Um þetta hafa skapast miklar umræður á samfélagsmiðlinum Reddit og ýmsar skýringar eru nefndar. Hér eru nokkrar ástæður þess að Íslendingar eignast ekki börn.

 

Tími og vinna

Ein ástæðan sem fólk nefnir er tíminn og vinnan sem fer í að eignast börn og ala þau upp. Sé maður laus við börn hafi maður langtum meiri tíma til að sinna sjálfum sér, sínum áhugamálum og ferli.

„Var of upptekin af ferlinum mínum þegar ég var á prime barneignaaldri. Er núna nýorðin 40 ára og orðin of háð því að eiga frítíma og geta gert það sem ég vil þegar ég vil,“ segir ein kona.

„Langar ekki að fórna frítíma og pening í börn, ég kýs frekar að ferðast bara með kærastanum mínum. Förum svona 2-3 á ári til útlanda í einhvern ævintýri,“ segir önnur.

„Hef í rauninni aldrei sest niður og ákveðið það 100% en mér þykir tilhugsunin um að fórna nær öllum mínum vökustundum á aðra; ss 8 tíma í vinnu og svo fjölskyldu eftir það martraðarkennd,“ segir einn.

 

Ábyrgð og erfiðleikar

Það er ekki aðeins tímafrekt og mikil vinna að eiga börn. Sumir nefna að það sé mjög dýrt líka. Eða þá að fólk glímir við heilsufarsleg vandamál. Fólk telji sig ekki ráða við verkefnið.

„Ég næ rétt svo að halda sjálfum mér lifandi,“ segir einn kíminn.

„Ég sá ekki fram á að geta séð fyrir barni og vil ekki vera meiri byrði á samfélaginu. Ég glími við alvarlegt þunglyndi og tek fullt af lyfjum. Það er mikil áfallasaga í báðum ættum mínum,“ segir annar.

 

Ekkert val

Sumir segjast ekki hafa haft neitt val. Þeir geti ekki eignast börn af einum eða öðrum ástæðum, og finna jafn vel fyrir eftirsjá út af því.

„Ákvörðunin var tekin fyrir okkur af ófrjósemi,“ segir einn.

„Ef allt hefði farið að óskum þá væri ég enn þá giftur minni fyrstu kærustu [það er að segja, við hefðum gengið í hjónaband og værum þar enn] og við ættum 2-3 börn saman. En það fór ekki svoleiðis, og með árunum hef ég orðið svo fjandi óframfærinn þegar það kemur að rómantík. Ég get alveg setið og spjallað við hvern og hverja og hvert sem er, það er bara þegar það kemur að því að færa það upp á annað plan sem báturinn minn strandar,“ segir einn maður. „Ég er meira og minna orðinn sáttur við að barneignir eru ekki í minni framtíð, og á mínum aldri er það besta sem ég vonast eftir er að vera kúl frændi systursona minna (og bróðir minn veitir mér þar harða samkeppni), og kannske verða ásættanlegur stjúpfaðir (eða jafnvel stjúpafi) ef mér skyldi lánast að krækja í einhleypa móður (alls ekki verra ef börnin eru nær 20 en 10).“

„Af því að ég er samkynhneigður, og hef aldrei verið í sambúð, lífið fór bara með mann aðrar leiðir,“ segir annar. „En viðurkenni að eftir að ég varð 50+, þá fór ég stundum að finna fyrir því að vera ekki afi eins margir, manni fannst stundum að maður væri að missa af einhverju þar.
Oh well.“

 

Vilja ekki börn í þennan táradal

Sumir segjast ekki vilja börn af hreinni svartsýni. Það er að heimurinn sé að þróast í slæma átt og það sé ekki hægt að bjóða börnum upp á þetta.

„Ég á nógu erfitt með sjálfan mig, hvað þá maka eða börn. Heimurinn er líka að fara til fjandans. Snýst kannski hugur ef ég verð ekki að borða rottur í sprengdum rústum árið 2030,“ segir einn ákaflega svartsýnn.

 

Langar ekki til þess

Ein algengasta ástæðan sem Íslendingar nefna fyrir því að eignast ekki börn er einfaldlega að þeim langar ekki í þau. Finna ekki eðlið og finnst börn ekki vera einstaklingar sem það vill umgangast mikið. Sumir segjast jafn vel ekki hafa hugsað mikið út í þetta.

„Það er einfaldlega ekki vottur af löngun í börn né móðureðli til staðar innanbrjósts í mér og hefur aldrei verið,“ segir ein kona.

„Mér fannst bara ekkert sniðugt að eignast börn bara af því að maður ‘á’ að eignast börn ef mann hefur aldrei langað til að eignast börn,“ segir önnur.

„Ég ákvað það aldrei sérstaklega. En ég hef í rauninni aldrei haft sérstakan áhuga á því heldur,“ segir einn.

„Mér finnst börn bara vera alveg drep leiðinleg og hefur fundist það í ansi mörg ár,“ segir ein kona.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest