Fyrrverandi enski varnarmaðurinn George Baldock lést í hörmulegu slysi í október í fyrra, aðeins 31 árs gamall, en hann drukknaði í sundlaug við heimili sitt í Aþenu.
Samkvæmt niðurstöðum krufningar var hvorki áfengi né fíkniefni í líkama hans og var andlátið skráð sem slys. Baldock var sagður ætla að fljúga til Englands daginn eftir til að fagna fyrsta afmæli sonar síns, Brody.
Ný skjöl úr dánarbúi sýna að Baldock skildi eftir eignir að verðmæti rúmlega 5,7 milljónum punda, sem lækkuðu í um 4 milljónir punda þegar skuldir voru teknar inn í myndina.
Þar sem hann hafði ekki gert erfðaskrá munu peningarnir fara til sonar hans, undir umsjón unnustu hans Annabel Dignam, þar til drengurinn nær 18 ára aldri.
Dignam birti hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlum. „George, ástin mín og sálufélagi. Fullkominn faðir fyrir fallega drenginn okkar. Þú varst heimur minn, og ég veit að við vorum þinn.“
Baldock, sem fæddist á Englandi, átti gríska ömmu og lék 12 landsleiki fyrir Grikkland. Hann spilaði lengst af á Englandi en einnig með ÍBV hér á landi um stutt skeið.