fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. október 2025 13:00

Hver er þín uppáhalds kirkja? Myndir/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirkjur eru vinsælir ferðamannastaðir í hvaða landi sem er. Hér á Íslandi eru einkar margar snotrar kirkjur, bæði í sveitum og bæjum.

En hver er sú snotrasta? Umræða fór fram á samfélagsmiðlinum Reddit um hver væri uppáhaldskirkja fólks á Íslandi. Og það stóð ekki á svörunum.

Hér eru þær kirkjur sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi.

Búðakirkja

Fyrsta kirkjan á Búðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi var vígð árið 1703. Kirkjan var endurreist árið 1848 og endurbætt á árunum 1984 til 1984. Búðakirkja hefur komið við sögu í þáttunum um Nonna og Manna og í kvikmyndinni Málmhaus.

Víkurkirkja

Hátt í bænum Vík í Mýrdal stendur Víkurkirkja, vígð árið 1934. Kirkjan stendur á svonefndu Skeri og er þar gott útsýni yfir Reynisdranga. Víkurkirkja var teiknuð af hinum þekkta húsameistara ríkisins, Guðjóni Samúlelssyni.

Hofskirkja

Hofskirkja á Öræfum var byggð árið 1884 og hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1951. Kirkjan, sem er torfkirkja, en furðu nýstárleg að innan var friðuð árið 1990. Þykir bæði kirkjan og umhverfi hennar ákaflega fagurt.

Seyðisfjarðarkirkja

Hin ákaflega sérstaka bláa og hvíta kirkja á Seyðisfirði er ein af þekktari byggingum Íslands. Hún var byggð á árunum 1920 til 1922, að hluta til upp úr eldri kirkju. Árið 1989 skemmdist kirkjan í eldsvoða þegar verið var að lagfæra hana. Þykir kirkjan bera sterk einkenni Austurlands og norskrar timburhúsagerðar.

Strandarkirkja

Strandarkirkja stendur við Engilvík á Suðurstrandarvegi og var kirkja þorpsins í Selvogi. Til eru heimildir um kirkju á Strönd frá því um 1200 en núverandi kirkja var reist árið 1888. Hjá Íslendingum er kirkjan aðallega þekkt fyrir áheit sín, en mikil hjátrú hefur fylgt kirkjunni alla tíð.

Saurbæjarkirkja

Önnur torfkirkjan á þessum lista er Saurbæjarkirkja í Eyjafirði. Reist árið 1858 af timburmeistaranum Ólafi Briem sem lærði í Kaupmannahöfn og gætir áhrifa úr klassískum byggingarstíl. Kirkjan er í vörslu Þjóðminjasafns Íslands en er enn notuð sem sóknarkirkja.

Stykkishólmskirkja

Ákaflega nýmóðins og sérstök kirkja, vígð árið 1990, og er eitt af helstu kennileitum Stykkishólmsbæjar. Hún stendur hátt og þaðan er gott útsýni yfir Breiðafjörðinn.

Grafarkirkja

Grafarkirkja á Höfðaströnd í Skagafirði er elsta kirkja landsins, byggð árið 1675. Torfkirkja sem hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands síðan árið 1939 og á fornleifaskrá síðan 1948. Miklar viðgerðir og endurbætur voru gerðar á kirkjunni og hún endurvígð árið 1953. Grafarkirkja er jafnt framt meðal minnstu guðshúsa á landinu.

Eyvindarhólakirkja

Reist árið 1961 á bænum Eyvindarhólum í Rangárvallasýslu. En vitað hefur verið af kirkju á staðnum frá árinu 1200. Kirkjan var teiknuð eftir teikningum Harðar Bjarnasonar húsameistara ríkisins.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja stendur við Sandgerði á Miðnesi, hlaðin steinkirkja úr höggnu grágrýti. Hún var vígð árið 1887.  Útlit hennar, og sérstaklega hinn litríki kirkjuturn, er afar sérstakt.

Húsavíkurkirkja

Hvít kirkja með grænu þaki sem er ein af þeim þekktari á landinu. Húsavíkurkirkja var vígð árið 1907 en ekki máluð fyrr en árið 1924. Húsavíkurkirkja er krosskirkja úr norskum við sem var friðuð árið 1982.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný mynd af North West sjokkerar

Ný mynd af North West sjokkerar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið
Fókus
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu