fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. október 2025 16:00

Tobias Thomsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tobias Thomsen, framherji Breiðabliks, vill fara frá félaginu og halda heim til Danmerkur í vetur. Endurkoma til Hvidovre er ekki ólíkleg.

Tobias hefur skorað 14 mörk á tímabilinu fyrir Breiðablik. Hann hefur áður leikið með bæði Val og KR og hefur þannig byggt upp gott orðspor á Íslandi. Samningur hans við Breiðablik rennur út um áramótin, og Danmörk virðist næsta skref.

„Hugmyndin mín núna er að snúa aftur til Danmerkur. Það er það sem fjölskyldan vill, en í fótbolta getur allt gerst,“ segir Thomsen í viðtali við Tipsbladet.

Tímasetning á viðtali hans vekur athygli en Breiðablik á einn leik eftir í Bestu deildinni og á fimm leiki eftir í Sambansdeild Evrópu.

„Það er áhugi frá dönskum félögum, þó ekkert sé alveg ákveðið enn. Ég vona að ég hafi enn nægilega sterkt nafn til að spila að minnsta kosti í 1. deild.“

Thomsen segir að hann sé viss um að hann gæti enn staðið sig í Superligunni, en þar sem fjölskyldan vill búa í Kaupmannahöfn sé spennandi verkefni í 1. deild líklegast næsta skref.

„Hvidovre er klárlega möguleiki,“ segir Thomsen og bætir við: „Klúbburinn hefur breyst mikið, Martin Retov er frábær þjálfari og margt þar passar vel við mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Potter tekinn við