fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. október 2025 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir það að fá Ólaf Inga Skúlason til starfa. Þetta staðfestir Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri KSÍ við 433.is.

Ólafur Ingi hætti sem U21 árs landsliðsþjálfari í dag og tók við þjálfun Breiðabliks eftir að Halldór Árnason var rekinn úr starfi.

Eystein segir í samtali við 433.is að beiðni hafi borist frá Breiðablik í gær um að fá að ræða við Ólaf Inga, gaf Knattspyrnusambandið grænt ljós á það.

Þegar Ólafur Ingi var klár í bátana þurfti Breiðablik svo að semja við KSÍ. „Hann var samningsbundinn okkur og það þurfti því að semja um vistaskiptin,“ segir Eysteinn Pétur í samtali við 433.is.

Ólafur Ingi hefur starfað hjá KSÍ síðustu ár, fyrst sem U19 ára þjálfari og nú síðast sem þjálfari U21 liðsins. Hann stýrði sínum síðasta leik í síðustu viku en hans fyrsta verkefni með Breiðablik er á fimmtudag í Sambandsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Potter tekinn við