fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. október 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska íþróttafréttakonan Olivia Buzaglo hefur lýst því sem átti sér stað í leikmannagöngunum strax eftir 0-3 tap Nottingham Forest gegn Chelsea á laugardag, rétt áður en Ange Postecoglou var rekinn.

Postecoglou var rekinn aðeins 19 mínútum eftir lokaflautið og hefur enginn stjóri í sögu úrvalsdeildarinnar haldið starfi skemur, en Ástralinn var 39 daga í starfi án þess að vinna leik.

Buzaglo sagði að mikil ringulreið hefði verið á svæðinu eftir leikinn en að Edu Gaspar, yfirmaður fótboltamála hjá Forest, hafi neitað því að ræða við fjölmiðla.

„Það átti að láta Edu tala við fjölmiðla eftir leikinn. En hann sagði einfaldlega að það væri ekki að fara að gerast. Það var allt fullt af fólki, leikmenn fóru beint inn á fund með stjórninni og að lokum var það Ryan Yates sem þurfti að mæta í viðtöl þó hann hefði ekki einu sinni spilað,“ segir Buzaglo.

Líklegt er að Sean Dyche taki við af Postecoglou og verði þar með þriðji stjóri liðsins á leiktíðinni.

@oliviabuzaglo Being in the tunnel when a manager has been sacked was WILD 🤯🤯🤯 crazy day at work ⚽️ p.s Reece James is the 🐐 #nffc #cfc #premierleague #reecejames #fyp ♬ original sound – liv buzaglo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“