fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum framherji Liverpool, Ryan Babel, hefur ákveðið að selja húsið sitt á Merseyside, hús sem fyrrverandi félagi hans í hollenska landsliðinu, Royston Drenthe, breytti í næturklúbb.

Babel, sem er 38 ára, greindi í mars frá því að hann hefði staðið frammi fyrir því að missa eignina vegna íbúðaláns sem hann átti í vandræðum með. Þó tókst honum að leysa málið, en nú hefur hann ákveðið að selja húsið, sem hann keypti á sínum tíma fyrir um 1,25 milljónir punda.

Í færslu á samfélagsmiðlinum X sagði Babel að Drenthe hefði verið hinn versti leigjandi sem hægt væri að hugsa sér og gleymt að greiða leigu þegar hann lék með Everton. Þar að auki hafi hann án leyfis breytt hluta hússins í næturklúbb.

„Fyrsta heimilið mitt í Liverpool,“ skrifaði Babel. „Eftir 18 ár hef ég loks lokið við öll bankavandræðin og villtu leigjendasögurnar sem fylgdu þessari fyrstu fasteign minni. Nú er komið að því að afhenda hana næsta heppna eiganda.“

„Þetta hús geymir margar minningar, gleði, mistök og lærdóm. Þegar ég fór frá Liverpool leigði ég það út, meðal annars til Royston Drenthe. Segjum bara að hann gaf hugtakinu ‘leigjandi frá helvíti’ nýja merkingu. Hann borgaði ekki leigu og byggði næturklúbb inni í húsinu. þú getur ekki logið þessu.“

Babel bætti við að hann væri stoltur af húsinu en væri nú að selja vegna „slæms fasteignaláns“ sem hann tók í upphafi ferilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“