Fyrrum framherji Liverpool, Ryan Babel, hefur ákveðið að selja húsið sitt á Merseyside, hús sem fyrrverandi félagi hans í hollenska landsliðinu, Royston Drenthe, breytti í næturklúbb.
Babel, sem er 38 ára, greindi í mars frá því að hann hefði staðið frammi fyrir því að missa eignina vegna íbúðaláns sem hann átti í vandræðum með. Þó tókst honum að leysa málið, en nú hefur hann ákveðið að selja húsið, sem hann keypti á sínum tíma fyrir um 1,25 milljónir punda.
Í færslu á samfélagsmiðlinum X sagði Babel að Drenthe hefði verið hinn versti leigjandi sem hægt væri að hugsa sér og gleymt að greiða leigu þegar hann lék með Everton. Þar að auki hafi hann án leyfis breytt hluta hússins í næturklúbb.
„Fyrsta heimilið mitt í Liverpool,“ skrifaði Babel. „Eftir 18 ár hef ég loks lokið við öll bankavandræðin og villtu leigjendasögurnar sem fylgdu þessari fyrstu fasteign minni. Nú er komið að því að afhenda hana næsta heppna eiganda.“
„Þetta hús geymir margar minningar, gleði, mistök og lærdóm. Þegar ég fór frá Liverpool leigði ég það út, meðal annars til Royston Drenthe. Segjum bara að hann gaf hugtakinu ‘leigjandi frá helvíti’ nýja merkingu. Hann borgaði ekki leigu og byggði næturklúbb inni í húsinu. þú getur ekki logið þessu.“
Babel bætti við að hann væri stoltur af húsinu en væri nú að selja vegna „slæms fasteignaláns“ sem hann tók í upphafi ferilsins.