Elliot Anderson miðjumaður Nottingham Forest gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar ef fram heldur sem horfir.
Ensk blöð segja að Manchester City sé farið að undirbúa kaup á enska landsliðsmanninum næsta sumar.
Talið er að Forest myndi skoða það að selja Anderson fyrir um 75 milljónir punda.
Þessi 22 ára leikmaður var áður hjá Newcastle en hefur blómstrað hjá Forest, Chelsea er einnig að skoða málið.
Búist er við að fleiri félög gætu blandað sér í slaginn um þennan duglega og kraftmikla miðjumann.