fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. október 2025 11:30

Ráðhúsið á Sauðárkróki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Skagafjarðar er uggandi yfir því að til standi að færa eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum frá heilbrigðiseftirlitum landsins til Umhverfis- og orkustofnunar. Um sé að ræða 70 prósent starfseminnar og þau verkefni þar sem lang mestu tekjurnar koma inn.

Var þetta rætt á fundi sveitarstjórnar í gær, miðvikudaginn 15. október, og þungum áhyggjum lýst af þessum fyrirætlunum Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins. Til fundarins mætti Sigríður Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

„Þó að heilbrigðiseftirlitin hafi mörg verkefni á sinni könnu eru þessir tveir verkþættir sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur áform um að færa frá þeim, að taka um það bil 70% af starfsemi heilbrigðiseftirlitanna og eru þeirra lang stærstu tekjuberandi verkefni,“ segir í bókuninni.

Rekstrargrundvellinum kippt undan

Með tilfærslu þessara verkefna sé verið að kippa núverandi rekstrargrundvelli undan heilbrigðiseftirlitum landsins og eftir verði verkefni sem geti talist þjónustuverkefni við almenning sem skili litlum sem engum tekjum til rekstrarins.

„Augljóst er að sveitarfélögin í landinu munu þá ein og sér bera þann kostnað, ef þau þá yfirhöfuð treysta sér til að reka heilbrigðiseftirlitin eftir þessa breytingu,“ segir sveitarstjórn sem segir að ekkert í ábendingum Eftirlitsstofnunar EFTA kalli á afnám staðbundinna stjórnvalda sé nauðsynlegt til að uppfylla kröfur ESB.

Lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

„Þrátt fyrir að gefin séu fyrirheit um að störfum á landsbyggðinni muni ekki fækka í lýsingu á áformunum í Samráðsgátt stjórnvalda, þá telur byggðarráð Skagafjarðar verulegar líkur á að fyrirtæki, ferðaþjónustuaðilar, verslanir og margir aðrir aðilar sem þurfa á úttektum að halda, sitji uppi með mun óskilvirkari og dýrari þjónustu nái breytingarnar fram að ganga, vegna fjarlægðar eftirlitsaðila við úttektaraðila og takmarkaðrar þekkingar þeirra á staðháttum,“ segir í bókuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Í gær

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur