fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, er farinn að teikna upp lista með mögulegum arftökum Ange Postecoglou í stjórastarfið.

Daily Mail fjallar um málið, en Postecoglou hefur farið hörmulega af stað í starfi og ekki unnið neinn af fyrstu sjö leikjum sínum.

Marinakis kallar ekki allt ömmu sína en Ástralinn lifði þó af landsleikjahléið og fær tækifæri til að stýra liðinu gegn Chelsea um helgina.

Sénsunum fer þó fækkandi og verður Postecoglou að snúa genginu við í næstu leikjum til að halda starfinu.

Sean Dyche er sagður líklegasti arftaki hans ef illa fer en Marinakis hefur einnig augastað á Marco Silva, stjóra Fulham. Það yrði þó ansi erfitt að fá hann á miðju tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mynd: Opnar sig um hvers vegna hún sat fyrir nakin – Fimmtán karlmenn komu að myndatökunni

Mynd: Opnar sig um hvers vegna hún sat fyrir nakin – Fimmtán karlmenn komu að myndatökunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Í gær

Ronaldo bætti enn eitt metið í gær – Fertugur og heldur áfram að skora fyrir Portúgal

Ronaldo bætti enn eitt metið í gær – Fertugur og heldur áfram að skora fyrir Portúgal
433Sport
Í gær

Schmeichel hjólar í Manchester United – „Allt of margir sem sjá um að taka ákvarðanir“

Schmeichel hjólar í Manchester United – „Allt of margir sem sjá um að taka ákvarðanir“