fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Réðist á tvö börn á kjúklingastað í Reykjavík – „Lítið sem ekkert tilefni“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. október 2025 16:30

Árásin átti sér stað á ónefndum kjúklingastað í Reykjavík. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast að tveimur börnum á kjúklingastað í Reykjavík. Hlutu fórnarlömbin opin sár á höfði.

Dómurinn féll fyrir viku síðan, þann 3. október, í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, veittist að börnunum fimmtudaginn 18. apríl árið 2024 á ónefndum kjúklingastað í Reykjavík.

Fengu áverka á höfði, hönd og fæti

Fyrst sló hann með krepptum hnefa í andlitið á öðru barninu með þeim afleiðingum að það hlaut opið sár á höfði.

Þá sló hann annað barn ítrekað í höfuð og líkama með þeim afleiðingum að það hlaut einnig opið sár á höfði sem og hrufl bak við eyra, á framhandlegg og á sköflungi. Var aðeins gerð einkaréttarkrafa fyrir það, upp á 650 þúsund krónur.

Gerandinn játaði skýlaust líkamsárásirnar við þingfestingu málsins þann 25. september síðastliðinn og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu.

Lítið sem ekkert tilefni

Var litið til þess að gerandinn hafði aðeins eitt brot á sakaskrá sinni, það er 500 þúsund króna sekt fyrir brot á siglingarlögum, sem og að hann hafi játað.

„Á hinn bóginn verður ekki litið fram hjá því að ákærði réðist á brotaþola, sem voru enn börn að aldri, af litlu sem engu tilefni,“ segir í dóminum.

Þótti refsing hæfileg eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða öðru barninu 200 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað í málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun