fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fókus

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Fókus
Föstudaginn 10. október 2025 11:30

Keith Urban og Nicole Kidman. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika í fyrsta viðtalinu eftir að hún sótti um skilnað frá kántrísöngvaranum Keith Urban.

Það eru um tvær vikur síðan greint var frá skilnaði stjörnuhjónanna Nicole Kidman og Keith Urban. Greint var frá því að það hafi verið Urban sem vildi skilnaðinn og Kidman  vildi reyna að bjarga hjónabandinu. Hann flutti út af heimilinu í sumar og lagði hún fram skilnaðarpappíra í lok september.

Fljótlega fóru fjölmiðlar vestanhafs að greina frá því að kántrísöngvarinn væri nú þegar byrjaður að hitta nýja konu og þess vegna hafi hann viljað binda endi á nítján ára hjónabandið.

Sjá einnig: Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum

Leikkonan var í viðtali hjá Harper‘s Bazaar og sagði að henni þætti gott að eldast, þá sé hún reynslunni ríkari og tilbúin að takast á við allt það sem lífið hefur upp á að bjóða, líka erfiðleikana.

„Það er eitthvað í því að vita að sama hversu sársaukafullt eða erfitt eða sorglegt eitthvað er, þá er ljós við enda ganganna og maður kemst í gegnum þetta,“ sagði hún.

Hún sagði að sársaukinn væri hluti af ferlinu.

„Þú átt eftir að finna fyrir sársaukanum, þú getur ekki deyft hann. Þú þarft að upplifa hann og á tímum verður það óbærilegt. Þér á eftir að líða eins og þú sért brotin, en ef þú ferð rólega og varlega í gegnum þetta, og það getur tekið svakalegan tíma, þá gengur þetta yfir.“

Nicole á dæturnar Sunday Rose, 17 ára, og Faith Margaret, 14 ára, með Keith Urban. Hún á einnig Bellu, 32 ára, og Connor, 30 ára með fyrrverandi eiginmanni sínum Tom Cruise.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nóg að gera í svefnherberginu eftir Ozempic en hvimleið aukaverkun eyðileggur fjörið

Nóg að gera í svefnherberginu eftir Ozempic en hvimleið aukaverkun eyðileggur fjörið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT