Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir skemmdarverk á lögreglubíl. Ákært er vegna atviks sem átti sér stað þann 27. desember árið 2023.
Maðurinn er ákærður fyrir eignaspjöll og segir í ákæru að hann hafi, inni í lögreglubílnum, ítrekað skallað hægri hliðarrúðu bílsins, farþegamegin að aftan, með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði.
Hérassaksóknari krefst þess að skemmdarvargurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gerir einkaréttarkröfu í málinu og krefst skaðabóta að fjárhæð 130 þúsund krónur.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 16. september næstkomandi.