fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Ökumaður á buggy-bíl reyndi að stinga lögregluna af

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. september 2025 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn sem voru að vinna almennu umferðareftirliti í gærkvöld, miðsvæðis í borginni, veittu athygli í buggy-bíl án skráningarnúmera. Lögreglumennirnir ákváðu að gefa sig á tal við ökumann vegna ýmsa brota varðandi gerð og búnað tækisins þegar ökumaðurinn ákvað að reyna að komast undan akandi. Við tilraun ökumannsins til að stinga lögreglu af ók hann ítrekað geng rauðu ljósi og virti ökumaðurinn ekki hámarkshraða þeirra gatna sem hann ók. Að lokum hafði hann ekki erinda sem erfiði og var stöðvaður og handtekinn, grunaður um fjölda umferðalagabrota sem og að stofna lífi og heilsu annarra í augljósan háska.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Einnig greinir frá því að tilkynnt var um ein­stak­ling með hníf á lofti og öskr­andi við versl­un­ar­miðstöð. Sá hlýddi ekki fyr­ir­mæl­um lög­reglu en var á end­an­um hand­tek­inn. Hann var vistaður í fanga­klefa í þágu rann­sókn­ar máls­ins en hann er grunaður um brot á vopna­lög­um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keypti sér happaþrennu í Hagkaup og vann 10 milljónir

Keypti sér happaþrennu í Hagkaup og vann 10 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri rýfur þögnina: Stórfurðulegir dagar að baki – Tekur til sín einn hluta gagnrýninnar

Snorri rýfur þögnina: Stórfurðulegir dagar að baki – Tekur til sín einn hluta gagnrýninnar