fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Drukkinn eldri borgari keyrði fram af bryggju – Sjáðu myndbandið

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. september 2025 16:30

Mikil mildi var að ekki fór verr. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drukkinn eldri kona keyrði jeppa sínum fram af bryggju á eyjunni Waiheke, skammt frá borginni Auckland í Nýja Sjálandi fyrir skemmstu. Atvikið náðist á myndband.

Breska blaðið The Mirror greinir frá þessu.

Í myndbandinu sést að konan keyrir silfurlituðum jeppanum á fullri ferð í gegnum grindverk við höfn og hrapar bíllinn ofan í sjóinn. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést að bíllinn fer einnig utan í reiðhjólageymslu sem stendur við höfnina og skemmir hana. Skammt frá er ferjustöð eyjunnar.

Þegar jeppinn lendir í sjónum sést að konan er stjörf þegar bíllinn byrjar að sökkva ofan í dýpið. Vegfarendum er greinilega brugðið en sjást kasta björgunarhringjum til hennar.

Kemur fram að konunni hafi tekist að komast út úr bílnum og náð að klifra stiga upp á höfnina. Að sögn lögreglu þurfti sjúkralið að aðgæta með eina manneskju á vettvangi. Ástand konunnar hefur ekki verið gefið upp.

„Bíllinn hafnaði í sjónum og sökk,“ sagði Ray Matthews, varðstjóri. „Sem betur fer náði sú eina sem var í bílnum að klifra út úr honum og var hjálpað af öðru fólki.“

Hafi hins vegar komið í ljós að konan, sem er 73 ára gömul, hafi mælst drukkin. Verið er að skoða hvort að ákærur verði gefnar út. Bílinn þurfti að hífa upp úr sjónum með krana.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu