fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. september 2025 21:30

Stórfurðuleg uppákoma í Tallahassee. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki á hverjum degi sem mýs eru handteknar. En það gerðist fyrir skemmstu í Flórída fylki í Bandaríkjunum að músin Chuck E Cheese var handtekinn fyrir fjársvik og skjalafals.

Stórundarlegt myndband úr búkmyndavélum lögreglumanna í borginni Tallahassee, höfuðborg Flórída fylkis, hefur verið birt. En í því sjást þeir handtaka mann klæddan sem músina Chuck E Cheese.

Chuck E Cheese er nærri hálfrar aldrar gamall skyndibitastaður með á sjöunda hundrað veitingastaði víðs vegar um Bandaríkin. Lukkudýr staðarins er áðurnefnd mús sem hefur notið mikilla vinsælda. Svo mikilla að um hana hafa meðal annars verið gerðar kvikmyndir, sjónvarpsþættir, tölvuleikir, plötur og ýmsar vörur. Má í raun segja að lukkudýrið sé mun vinsælla en skyndibitastaðurinn sjálfur.

Gekk brösuglega að handjárna

Maðurinn sem var handtekinn, Jermell J. Jones, er starfsmaður skyndibitakeðjunnar og var á vakt á einum af veitingastöðunum þann 23. júlí síðastliðinn þegar lögreglan ruddist inn og handtók hann, eins og segir í frétt tímaritsins People um málið.

„Komdu með mér Chuck E,“ sagði einn lögreglumannanna við glæpamúsina. Grípa þeir um hendurnar á Jones og reyna að handjárna hann en það gengur brösuglega í fyrstu. Bæði vegna búningsins og vegna þess að Jones er augljóslega brugðið og reynir að streitast við.

Leitað er á Jones og „hausinn“ tekinn af. Er hann svo látinn vita að hann sé grunaður um fjársvik með greiðslukortum. Hafnar hann því á staðnum og segir að hann noti aðeins eigin app í símanum til að greiða með.

Stal korti af einstæðri móður

Í lögregluskýrslum kemur hins vegar fram að Jones hafi síðar viðurkennt að hafa stundum notað greiðslukort frænku sinnar, sem hann kallar Key.

Jones hefur verið ákærður. Mynd/Lögreglustjórinn í Leon sýslu

Við handtökuna fannst hins vegar greiðslukort sem hafði verið stolið af einstæðri móður í vasa Jones. Kom í ljós, eftir að myndbönd úr öryggismyndavélum voru skoðuð, að hann hafði notað það í nokkur skipti á nokkrum mismunandi stöðum.

Ákærður og rekinn

Lukkudýrið Jones hefur nú verið ákærður fyrir þjófnað greiðslukorts, fölsun persónuskilríkja og fjársvik með greiðslukorti.

Þá má gera ráð fyrir að Jones hafi verið sagt upp starfi hjá Chuck E Cheese skyndibitakeðjunni og verði ekki framvegis lukkudýr þeirra. „Við höfum brugðist við málinu á viðeigandi hátt gagnvart viðkomandi starfsmanni,“ segir í svari veitingastaðarins við fyrirspurn People. Jones hefur hins vegar verið sleppt úr haldi fram að réttarhöldum eftir að hafa greitt 1.000 dollara í tryggingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila