Það bendir margt til þess að Matheus Cunha verði ekki með Manchester United í næsta stórleik liðsins gegn Manchester City.
Cunha fór meiddur af velli gegn Burnley í dag og verður líklega ekki með Brasilíuí undankeppni HM á næstu dögum.
Talið er að Cunha verði frá í allavega mánuð eftir að hafa meiðst og verður ekki með gegn City og Chelsea vegna þess.
Næsti deildarleikur United er gegn City þann 14. september og svo spilar liðið gegn Chelsea þann 20.
Það á eftir að staðfesta nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin eru en að missa Cunha er mikil blóðtaka fyrir enska stórliðið.