Xavi Simons hefur gefið í skyn að það hafi aldrei komið til greina að semja við lið Chelsea í sumarglugganum.
Simons var orðaður við Chelsea í margar vikur en ákvað að lokum að semja við Tottenham og tóku þau skipti ekki langan tíma.
Simons er öflugur miðjumaður sem kemur frá RB Leipzig en hann kostar Tottenham 52 milljónir punda og gerir samning til 2030.
Simons virðist hafa sýnt skiptunum til Chelsea lítinn áhuga og segist aðeins hafa tekið upp símann er Tottenham hringdi.
,,Allar þessar sögusagnir? Ég hlustaði ekkert á það sem var í gangi,“ sagði Simons í samtali við blaðamenn.
,,Það eina sem skiptir máli er að Tottenham hringdi í mig og ég svaraði símtalinu.“