Breiðablik er komið inn í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar eftir að hafa unnið Virtus frá San Marinó 3-1 í kvöld og samanlagt 5-2.
Blikar fá rúmar 450 milljónir króna fyrir það að tryggja sig inn í riðlana en á leið þangað hefur félagið náð sér í um 100 milljónir.
Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum yfir eftir 17 mínútur en heimamenn náðu að jafna leikinn, ballinu lauk svo nánast undir lok fyrri hálfleiks þegar Matteo Zenoni leikmaður Virtus fékk rauða spjaldið.
Yfirburðir Blika voru miklir í síðari hálfleik þar sem Davíð Ingvarsson og Tobias Thomsen voru á skotskónum.
Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Blikar komast inn í riðla/deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en síðast þegar liðið komst áfram reið það ekki feitum hesti. Það er því áskorun fyrir Blika að ná í stig og sigra þegar deildin fer af stað en dregið verður á morgun.