fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Mikil ógn af Rússum og efast um Bandaríkjamenn komi til varnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 15:30

Vladimir Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Orðræðan hjá stjórnvöldum í Moskvu hefur verið þannig að þeir telji sig nú þegar vera í átökum við NATÓ í Úkraínu, þeir veigra sér ekki við að ráðast á borgaraleg skotmörk og þeir hafa haft í hótunum við grannríki sín, við Eystrasaltsríkin mjög lengi, þeir hafa haft í hótunum núna við Finna eftir að þeir gengu í NATÓ,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og bætir við að heræfingar Rússa undanfarið hafi beinst að Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum.

Erlingur ræddi þessi mál á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandi lýsti yfir miklum efasemdum um að Rússa myndu hefja styrjöld við NATÓ-ríki í Evrópu. Erlingur svaraði:

„Menn töldu líka litlar líkur á því að Rússar myndu ráðast inn í Úkraínu þangað til þeir tóku í gikkinn, ef svo má segja, það er nú svo að þó að það væri mjög misráðið af Rússum að fara í einhver hernaðarleg ævintýri gegn Evrópu þá hefur það bara sýnt sig að dómgreindin hjá Vladimir Putin er ekki merkileg og sú ráðgjöf sem hann fær frá hershöfðingjum sínum virðist vera á þann hátt að ofmeta mjög hernaðargetu Rússa.

Rússar gætu freistast til að fara út í einhverjar slíkar aðgerðir, t.d. gegn Eystrasaltsríkjunum, þá væri mikið tjón nú þegar ef átökin myndu brjótast út. Þannig að það er mikið í mun að Evrópu tryggi nægilega fælingu til að Rússum detti hreinlega ekki í hug að fara út í slíkt.“

Efast um skjólið af Bandaríkjunum

Erlingur efast um vilja og getu Trump til að binda endi á Úkraínustríðið. „Öll viðleitni hans til að koma á einhvers konar friðarferli hefur verið mjög sérkennileg og hallað mjög Rússum í vil. Það hafa ekki verið nein merki um að við værum á neinni friðarleið. Enn sem fyrr er eina leiðin til friðar í Úkraínu sú að kostnaður Rússa af stríðinu verði nægilegur til að þeir láti af hernaðinum.“

Erlingur segir að friðarvjili Rússa sé lítill en stríð taki yfirleitt ekki enda fyrr en báðir aðilar hafi fengið nóg eða annar aðilinn hafi verið gjörsigraður. Hvorugt sé í sjónmáli í Úkraínustríðinu næstu misseri en mikilvægt sé að setja svo mikinn þrýsting á Rússa að „kostnaður Rússa af stríðinu verði nægilegur til að þeir láti af hernaðinum.“

Erling hefur efasemdir um að skjólið af Bandaríkjamönnum sé jafnmikið og áður og að í raun standi ógn af þeim líka í ljósi framgöngu þeirra á Grænlandi.

„Dönum, Grænlendum og Evrópu í heild stafar ákveðin ógn af Bandaríkjamönnum undir stjórn Donald Trump, sem virðir ekki leikreglur alþjóða kerfisins og heldur að það sé hægt að breyta landamærum í krafti valds. Og fer fram með viðskiptaþvingunum gagnvart bandalagsríkjum sínum. Við erum í mjög breyttri stöðu gagnvart Bandaríkjunum og samband okkar við Bandaríkin er allt öðruvísi en það hefur verið.“

Aðspurður hvort Bandaríkin kæmu ekki til varnar ef Rússar myndu hefja styrjöld í Evrópu segir Erlingur að það færi allt eftir því hvers konar átök það væru. Hann segir:

„Það er erfitt að spá en allavega er það ljóst að loforð Bandaríkjamanna um að verja Evrópu sem hefur verið algjörlega greypt í stein frá stofnun NATÓ, það er núna miklum vafa undirorpið og það er gríðarleg breyting og veldur miklum áhyggjum. Og það veikir þessa fælingu sem ég er að tala um sem er mikilvæg gagnvart Rússum. Ef Rússar efast um að Bandaríkjamenn komi til hjálpar þá er freistnin meiri að fara út í einhver ævintýri.“

Viðtalið má hlusta á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig