Jorgen Strand Larsen er að vinna í því að komast frá Wolves til Newcastle, en þetta kom fram í dag.
Newcastle hefur verið að eltast við norska framherjann undanfarna daga, en tilboðum upp á 50 og 55 milljónir punda hefur þegar verið hafnað af Úlfunum.
Larsen hefur hingað til ekki viljað þvinga skiptum í gegn en nú hefur hann kurteisislega beðið um að skiptin gangi í gagn.
Hjá Wolves standa menn hins vegar fastir á sínu og ætla sér alls ekki að selja hinn 25 ára gamla Larsen í sumar.
Larsen heillaði með Wolves á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Celta Vigo á Spáni í fyrra.
🚨 Jorgen Strand Larsen politely informed Wolves of wish to make Newcastle move. Chairman Jeff Shi told 25yo not possible this window. No new #NUFC bid yet + #WWFC stance is all offers to be rejected; looking for 2nd striker, not replacement @TheAthleticFC https://t.co/nLhlGKVJm2
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 28, 2025