Það gengur lítið hjá Tottenham á leikmannamarkaðnum, sem lokar á mánudagskvöldið.
Félagið hefur misst af nokkrum skotmörkum í sumar, þar á meðal Eberechi Eze til nágrannanna og erkifjendanna í Arsenal.
Félagið hefur undanfarið verið að eltast við Savinho hjá Manchester City, en hefur nú fengið svör þess efnis að ekki sé möguleiki á fá hann.
Brasilíumaðurinn gekk í raðir City í fyrra og er félagið með hann í áætlunum sínum fyrir framtíðina.
🚨🇧🇷 Manchester City have informed Tottenham today that are not changing their position on Savinho.#MCFC have no intention to let him go, not even for fee over €70m — seen as key player for the season and for future.
This also blocks any chance of Rodrygo to Man City. pic.twitter.com/ie6B1Xlekv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2025