fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 19:03

Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ákveðið uppgjör sem á sér stað þegar menn vita sannleikann á bak við málin […] Það er samfélagslega kannski bara mikill léttir að það sé bara hægt að ljúka málum með því að komast að því hvað gerðist og hverjir áttu hlut að máli. Ég held að það gleymist kannski í umræðunni því að við erum auðvitað mjög refsiglöð og það er líka hluti af því að senda út þau skilaboð að fólk eigi ekki að brjóta af sér. En það er líka hinn anginn sem er sá að við þurfum líka að fá ákveðið uppgjör í mál og það er stundum betra heldur en að mönnum sé refsað,“ sagði Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður í viðtali við Bylgjuna í dag.

Rætt var við Sævar um 50 ára gamalt „bankarán“ í Útvegsbankanum í Kópavogi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti tilkynningu á Facebook-síðu sinni um að maður hefði gengið inn á lögreglustöð í sumar og játað á sig brotið.

Sjá einnig: Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Atvikið átti sér stað að nóttu í ársbyrjun 1975. Ræningjarnir höfðu upp úr krafsinu rúmlega 30 þúsund krónur sem að núvirði eru um 180 þúsund krónur. „Á þessum tíma stóðu yfir framkvæmdir við húsnæði bankans og af þeirri ástæðu áttu þjófarnir greiða leið inn í bankann í skjóli nætur. Innandyra var m.a. að finna allnokkrar fötur með smámynt í og þeim stálu þjófarnir. Á litlu var að byggja við rannsókn málsins, en einhverjir voru þó yfirheyrðir án þess þó að tækist að upplýsa þjófnaðinn,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Málið án nokkurs vafa fyrnt

Sævar tekur af öll tvímæli um að máið sé fyrnt. Fyrning sé reiknuð út frá þeirri refsingu sem hafi legið við broti. „Það fer auðvitað líka eftir hver refsiramminn er, hvaða dóm menn hefðu getað fengið,“ segir Sævar  og bendir á að hámarksrefsing við broti af þessu tagi sé sex ára fangelsi. Brot sem slík refsing liggur við fyrnist á tíu árum.

Hann bendir síðan á að maðurinn hafi verið mög ungur þegar hann framdi brotið en hinir brotlegu voru nokkrir drengir á fermingaraldri. „Ef það hefði náðst á honum á sínum tíma hefði eflaust verið tekið tillit til ungs aldurs við ákvörðun refsingar.“

Einnig kom fram í spjallinu við Sævar að þar sem upphæðin sem stolið var úr bankanum var svo lág væri refsiramminn við slíku broti nokkurra mánaða fangelsi. Enginn vafi getur því leikið á því að brotið sé fyrnt.

Nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út