fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lexí Lára Brynjólfsdóttir og hundurinn hennar Míló eru að fara í gegnum erfiða daga. Míló er sárkvalinn því krossband í hægra hné hans er slitið. Hann þarf sárlega á aðgerð að halda en vandinn er sá að aðgerðin kostar um 400 þúsund krónur.

Lexí, sem býr á sambýli og glímir einnig við heilsuleysi, bað fyrir nokkrum dögum vini sína, ef þær gætu, um að létta undir með henni varðandi þennan kostnað. Þetta gerði hún í hæverskum, lokuðum færslum á Facebook-síðu sinni.

 

Karlmaður sendi henni vinabeiðni fyrir skömmu og í kjölfar beiðninnar fylgdu þessi orðaskipti á Messenger sem sjá má hér til vinstri.

Eins og sést bað Lexí manninn um að hætta þessu en hann lét sér ekki segjast. Hún blokkaði hann því. Segir hún í samtali við DV að þetta hafi verið óþægileg upplifun og það síðasta sem hún átti von á.

En hugur hennar er allur hjá Míló. „Ég bý á sambýli og er einhverf. En Míló fær að búa með mér og við erum bestu vinir. Hann sleit krossband og þess vegna þarf hann aðgerð. Maðurinn vissi þetta allt,“ segir hún.

Hún keyrir Míló um í kerru því hann getur ekki gengið.

Uppfært kl. 20:30:

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var lesendum boðið að styrkja Lexí vegna aðgerðarinnar á Míló og voru birtar reikningsupplýsingar hennar. Þær hafa nú verið teknar út. Viðbrögð lesenda DV voru sterk og hröð og á stuttri stundu söfnuðust nægir fjármunir fyrir aðgerðinni. Lexí þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Í gær

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Í gær

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð